Orkuhúsið er stærsti einkarekni meðferðarstaðurinn (health clinic) á sviði stoðkerfisvandamála á Íslandi. Að Orkuhúsinu standa Læknastöðin, Sjúkraþjálfun Íslands og Röntgen og hafa þessi fyrirtæki verið saman frá stofnun Orkuhússins. Þannig náum við saman að þjónusta viðskiptavini okkar á sem fjölbreyttastan hátt á sama stað.
Í húsinu starfar því fjöldinn allur af sérfræðingum á sviði læknavísinda, sjúkraþjálfunar og myndgreiningar. Langflestir sérfræðingarnir hafa hlotið þjálfun sína erlendis til margra ára og þá einna helst í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Um 120.000 heimsóknir eru árlega í Orkuhúsið og fá viðskiptavinir þar skjóta og samhæfða greiningu og meðferð á sínum stoðkerfisvandamálum.